DÝRALÆKNAMIÐSTÖÐIN GRAFARHOLTI

Þjónusta

Picture
Við bjóðum upp á þjónustu fyrir öll gæludýr. Hjá okkur geturðu komið með dýrið þitt í allt frá árlegri heilsufarsskoðun í skurðaðgerðir.
Verðskrá
Picture
Heilsufarsskoðun
Við mælum með árlegri heilsufarsskoðun fyrir alla hunda og ketti. Þá er dýrið skoðað frá toppi til táar en meðal þess sem er skoðað er hjarta, lungu, feldur, tennur, liðir, holdafar og fleira. Svo er bólusett og/eða ormahreinsað eftir þörfum.
Picture
Hjartahlustun
Steinunn dýralæknir sér um að hjartahlusta þau dýr þar sem grunur er um vandamál. Við mælum með reglulegri hjartahlustun fyrir öll dýr, en sérstaklega ef hjartavandamál eru í ættinni.
Picture
Neyðarvakt dýralækna
Ef um alvarleg neyðartilfelli er að ræða. er hægt að ná í dýralækni á bakvakt. Bakvaktin er einungis hugsuð fyrir alvarlega veik eða slösuð dýr. 
​ Símanúmer hjá dýralækni á bakvakt er 530-4888.
Picture
Innlagnir
Picture
Tannhreinsun
Picture
Skurðlækningar
​Innlögn dýra er hugsuð þannig að dýr sem þurfa aðgerðir, stórar sem smáar, eða fara í einhverskonar rannsóknir, fái bestu mögulegu meðhöndlun og eins mikinn tíma og hægt er að bjóða þeim.
Við erum með tannhreinsanir fyrir allar stærðir dýra og tannasérfræðing á tönnum! Við mælum með árlegri tannhreinsunum, sérstaklega smáhunda. 
Við bjóðum upp á allar helstu skurðaðgerðir frá ófrjósemisaðgerðum og geldingum í beinaaðgerðir og keisaraskurði!  Á hundum, köttum, kanínum og naggrísum. 
Picture
Laser meðferð
Picture
Hundaatferlisþjálfun
Picture
Hundanudd
Lasermeðhöndlun er fljótvirkandi meðhöndlun fyrir dýr sem hefur verið rannsökuð með góðum árangri. Hægt er að  meðhöndla stoðkerfisvandamál, verki, sár og svæði eftir skurðaðgerðir.  Lesa meira
Við erum með einka tíma fyrir hundaeigendur til þess að hitta hundaatferlisfræðing til þess að ræða hegðun og atferli hunda. Einnig erum við hvolpakvöld einu sinni í mánuði fyrir nýja hvolpeigendur.
Við bjóðum upp á hundanudd alla miðvikudaga sem er gott fyrir alla hunda, hvort sem þeir eiga við vandamál að stríða eða ekki. ​Hundanudd er einnig mjög góð leið til að venja hunda við snertingu sem hjálpar þeim að treysta og að slaka á. 

Okkur þykir vænt um dýrið þitt

Starfsfólk okkar koma úr öllum áttum en eiga það eitt sameiginlegt að vera miklir dýravinir sem vilja allt gera til að dýrinu þínu líði vel.
Um starfsfólk okkar
Powered by Create your own unique website with customizable templates.