Skurðaðgerðir hjá Dýralæknamiðstöðinni Grafarholti
Við erum með stóra, steríla skurðstofu með yfirþrýstingi, svæfingarvél og monitor (þar sem fylgst er með lífsmörkum). Þar fara allar stórar aðgerðir fram eins og t.d. ófrjósemisaðgerðir, geldingar á hundum, keisaraskurðir, hnéskeljaaðgerðir, beinbrotsaðgerðir , æxlistökur o.fl.
Lærður dýrahjúkrunarfræðingur er yfir öllum svæfingum og erum við stoltar af fyrsta flokks eftirliti með dýrunum fyrir svæfingu, á meðan henni stendur og í vöknun. Lítil og miðlungsstór dýr eru höfð í hitakassa í vöknun ef þess þarf.
Við sjáum um allar helstu skurðaðgerðir á hundum, köttum, kanínum og naggrísum.
Aðgerðir sem við bjóðum uppá:
Lærður dýrahjúkrunarfræðingur er yfir öllum svæfingum og erum við stoltar af fyrsta flokks eftirliti með dýrunum fyrir svæfingu, á meðan henni stendur og í vöknun. Lítil og miðlungsstór dýr eru höfð í hitakassa í vöknun ef þess þarf.
Við sjáum um allar helstu skurðaðgerðir á hundum, köttum, kanínum og naggrísum.
Aðgerðir sem við bjóðum uppá:
- Ófrjósemisaðgerðir á tíkum, læðum og kænum.
- Gelding á rökkum, fressum, könum og naggrísum.
- Æxlistökur, stórar og litlar á hundum og köttum.
- Krossbandsaðgerðir litlir hundar (Extracapsular Suture Stabilization)
- Krossbandsaðgerðir miðlungs og stórir hundar (MMP aðgerð)
- Fjarlægja mjaðmakúlu (FHNE)
- Hnéskeljaaðgerðir
- Fjarlæging á endaþarmskirtlum
- Stytting á mjúkum góm
- Víkkun á nösum
- Keisaraaðgerð
- Legbólguaðgerð
- Beinaaðgerðir
- Kviðarholsaðgerðir
- Magaspeglun skoðun
- Magaspeglun sýnataka
- Magaspeglun aðskotahlutir fjarlægðir