María Þorvarðardóttir
Verslunarstjóri í Hafnarfjarðar-útibúi María stofnaði Nínó heilsuhús hunda og katta og rak það í áratug í Hafnarfirði. Í dag sér hún um verslunina í Dýralæknamiðstöðinni í Hafnarfirði. Hún var pistlahöfundur um dýravernd hjá DV og Gaflaranum. María á áströlsku fjárhundana Bassa og Bola og kisurnar Barrakudu og Indjánafjöður. |
Harpa Luisa Tinganelli
Dýralæknir harpa@dyrin.is Harpa lærði í Valencia á Spáni en hún útskrifaðist árið 2021. Hún vann áður sem aðstoðarmaður dýralækna á sumrin og hefur því verið með annan fótinn á dýraspítölum í mörg ár. Hún hefur mikinn áhuga á ofnæmis- og húðvandamálum en hún hefur sjálf persónulega reynslu af því þar sem 11 ára gamli Enski Cocker Spaniel hundurinn hennar, hann Napoli, glímir við þannig vandamál. |
Hilda Sól Darradóttir
Dýralæknir hilda@dyrin.is Hilda lærði í Valencia á Spáni en hún útskrifaðist árið 2021. Áhugasvið Hildu liggur einna helst í augnlækningum og húðvandamálum. Hún hefur einnig mikinn áhuga á hjálpa gömlum dýrum að halda góðum lífsgæðum með fyrirbyggjandi meðferðum og inngripum þegar þarf. Hilda er mikil kisukona og á hún þrjár kisur, þær Míu, Möndlu og Álf. Hilda er hjá okkur bæði í útibúi í Grafarholti og í Hafnarfirði. |
Þórunn Jóhannsdóttir
Dýralæknir thorunn@dyrin.is Þórunn lærði í Noregi og í Slóvakíu. Hún á Chihuahua hundinn Mola, Labrador blendinginn Emmu og sætasta kött í heiminum (að eigin sögn) sem heitir Kolur. |
Sólrún Dís Kolbeinsdóttir
Dýralæknir solrun@dyrin.is Sólrún lærði í Dýralæknaskólanum í Danmörku. Sólrún hefur starfað hjá okkur frá árinu 2015 en hún byrjaði sem aðstoðarkona dýralæknis. Hún vann hjá okkur á sumrin samhliða náminu en er nú komin í fullt starf. Hún skiptist á að vera í útibúi í Grafarholti og Hafnarfirði. Sólrún hefur einstakt lag á kisum en sjálf á hún kisurnar Uglu og Kríu. |
Selma Eyjólfsdóttir
Dýrahjúkrunarfræðingur Selma lærði dýrahjúkrunarfræði í Hansenberg í Danmörku. Selma hefur mikinn áhuga á svæfingarhjúkrun og nýtur sín best inni á skurðstofu. Hún á husky hundinn Myrkva og stundar cani-cross og hjólreiðar. |
Gabríela Birna Jónsdóttir
Móttaka Gabríela starfar í móttökunni og tekur á móti öllum sem koma til okkar með bros á vör. Gabríela er mikill dýravinur |
Áróra
Aðstoðarkona dýralæknis |
Valdís María Guðmundsdóttir
Aðstoðarkona dýralæknis Valdís er að læra tannsmíði en samhliða því hefur hún starfað í mörg ár sem aðstoðarkona dýralæknis á Hellu. Valdís er mikil kisukona og hefur einstakt lag á kisum. Valdís á Chihuahua hundinn Nebba og kisuna Flugu. |