Spítalinn
Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti var byggður árið 2007 að Jónsgeisla 95, í Grafarholti. Spítalinn er búinn fullkomnum tækjakosti, m.a. glænýju röntgentæki, mónitor, sónar, laser, smásá og blóðrannsóknartækjum.
Á spítalanum eru nú starfandi dýralæknar ,dýrahjúkrunarfræðingur og aðstoðarmenn dýralækna en hægt er að lesa nánar um hvern og einn hérna.
Einnig er hér frábært starfsfólk sem aðstoðar bæði okkur og viðskiptavinina til að allir fái sem besta þjónustu.
Á spítalanum eru nú starfandi dýralæknar ,dýrahjúkrunarfræðingur og aðstoðarmenn dýralækna en hægt er að lesa nánar um hvern og einn hérna.
Einnig er hér frábært starfsfólk sem aðstoðar bæði okkur og viðskiptavinina til að allir fái sem besta þjónustu.
Aðstaðan
Við byggingu spítalans var reynt að hafa velferð dýra, dýraeigenda og starfsfólks að leiðarljósi. Við erum með stórt anddyri þar sem er móttaka, biðstofa og búð í einu plássi.
Inn af anddyrinu eru þrjú skoðunarherbergi þar sem allar hefðbundnar skoðanir, bólusetningar og frumrannsóknir fara fram.
Bak við skoðunarherbergin erum við með stórt apótek þar sem við erum með tvö blóðmælingatæki og smásjá.
Við erum með hundaherbergi fyrir þá hunda sem eru hjá okkur yfir daginn í aðgerðum eða annarri meðhöndlun. Inni í hundaherberginu eru þrjú stór búr fyrir stóra hunda ásamt fimm minni búrum fyrir smærri hunda.
Kattaherbergið er í hinum enda hússins, sem lengst frá hundaherberginu. Þar er mjög rólegt, hlýtt og notalegt eins og kettir vilja hafa það. Þar erum við með níu kattabúr þar sem kisurnar lúra í hlýjunni.
Við erum með röntgentæki af bestu sort með stafræna framköllun, þar inni erum við einnig með mjög gott sónartæki.
Við erum með stóra, steríla skurðstofu með yfirþrýstingi, svæfingarvél og mónitor. Þar fara allar stórar aðgerðir fram eins og t.d. ófrjósemisaðgerðir, geldingar á hundum, keisaraskurðir, hnéskeljaaðgerðir, beinbrotsaðgerðir o.fl. Hægt er að fylgjast með aðgerðum í gegnum sérsmíðaðan glerskáp. Við hliðina á skurðstofunni er skolið þar sem við erum með suðutæki til að sótthreinsa öll tæki og tól fyrir aðgerðirnar.
Við erum með einangrunarherbergi með þremur búrum. Þar höfum við sjúklinga sem eru mjög veikir eða sem eru með smitandi sjúkdóm og dýr sem eiga erfitt með að vera í sama herbergi og önnur dýr.
Við erum með stórt aðgerðarsvæði sem liggur í U. Þar eru tvö borð, annað til að undirbúa sjúklinga fyrir aðgerðir, til að sauma sár eða gelda fressketti. Hitt borðið er úr stáli og með niðurfalli en þar fara fram tannhreinsanir, tanntökur, eyrnaskol, endaþarmskirtlaskol og allt sem krefst dálítillar vætu. Þar erum við einnig með mjög fullkomið tannlæknahorn þar sem allt til að veita fullkomna tannlæknaþjónustu fyrir dýrin er fyrir hendi, t.d. tannröntgentæki, borar, tannhreinsitæki o.fl.
Við erum með hitakassa á svæðinu þar sem allir hafa góða yfirsýn yfir það dýr sem þar sefur. Hitakassinn er mikil öryggistæki þar sem það er mjög mikilvægt að halda hita á dýrum sem eru nýkomin úr skurðaðgerð.
Að sjálfsögðu erum við með eldhús, þvottahús, skrifstofu og gott búningsherbergi með sturtu fyrir starfsfólk.
Inn af anddyrinu eru þrjú skoðunarherbergi þar sem allar hefðbundnar skoðanir, bólusetningar og frumrannsóknir fara fram.
Bak við skoðunarherbergin erum við með stórt apótek þar sem við erum með tvö blóðmælingatæki og smásjá.
Við erum með hundaherbergi fyrir þá hunda sem eru hjá okkur yfir daginn í aðgerðum eða annarri meðhöndlun. Inni í hundaherberginu eru þrjú stór búr fyrir stóra hunda ásamt fimm minni búrum fyrir smærri hunda.
Kattaherbergið er í hinum enda hússins, sem lengst frá hundaherberginu. Þar er mjög rólegt, hlýtt og notalegt eins og kettir vilja hafa það. Þar erum við með níu kattabúr þar sem kisurnar lúra í hlýjunni.
Við erum með röntgentæki af bestu sort með stafræna framköllun, þar inni erum við einnig með mjög gott sónartæki.
Við erum með stóra, steríla skurðstofu með yfirþrýstingi, svæfingarvél og mónitor. Þar fara allar stórar aðgerðir fram eins og t.d. ófrjósemisaðgerðir, geldingar á hundum, keisaraskurðir, hnéskeljaaðgerðir, beinbrotsaðgerðir o.fl. Hægt er að fylgjast með aðgerðum í gegnum sérsmíðaðan glerskáp. Við hliðina á skurðstofunni er skolið þar sem við erum með suðutæki til að sótthreinsa öll tæki og tól fyrir aðgerðirnar.
Við erum með einangrunarherbergi með þremur búrum. Þar höfum við sjúklinga sem eru mjög veikir eða sem eru með smitandi sjúkdóm og dýr sem eiga erfitt með að vera í sama herbergi og önnur dýr.
Við erum með stórt aðgerðarsvæði sem liggur í U. Þar eru tvö borð, annað til að undirbúa sjúklinga fyrir aðgerðir, til að sauma sár eða gelda fressketti. Hitt borðið er úr stáli og með niðurfalli en þar fara fram tannhreinsanir, tanntökur, eyrnaskol, endaþarmskirtlaskol og allt sem krefst dálítillar vætu. Þar erum við einnig með mjög fullkomið tannlæknahorn þar sem allt til að veita fullkomna tannlæknaþjónustu fyrir dýrin er fyrir hendi, t.d. tannröntgentæki, borar, tannhreinsitæki o.fl.
Við erum með hitakassa á svæðinu þar sem allir hafa góða yfirsýn yfir það dýr sem þar sefur. Hitakassinn er mikil öryggistæki þar sem það er mjög mikilvægt að halda hita á dýrum sem eru nýkomin úr skurðaðgerð.
Að sjálfsögðu erum við með eldhús, þvottahús, skrifstofu og gott búningsherbergi með sturtu fyrir starfsfólk.