Tannhreinsun
Þegar dýr mæta í tannhreinsun er byrjað á að skoða tennur, tannhold og annað í munninum og gerð skýrsla um ástand þeirra; brot og skemmdir, dýpt tannholdspokanna í kringum allar tennurnar, skekkjur í biti, góminn o.fl. Síðan er tannsteinn brotinn af þar sem hægt er, en síðan er farið yfir alla fleti tannanna með svo kölluðum scaler. Hjá okkur er notaður piezoelectric scaler sem eru þeir bestu sem völ er á. Þegar þetta er búið er skipt um scaler enda og þar sem þörf er á er farið niður í pokana sem eru dýpri en 3 mm (sem er eðlileg dýpt), því þar situr oft mikill tannsteinn sem ekki sést í fljótu bragði. Eftir þetta er pússað yfir alla fleti með sérstöku tannpússikremi og pússara.
Tannhirða dýra skiptir mjög miklu máli. Tannsteinninn einn og sér er ekki málið heldur allar bakteríurnar sem sitja í honum, í tannholdinu, undir og í pokunum niður með tönnunum. Þessar bakteríur mynda eiturefni sem síðan drepa frumur tannholdsins, eyða festingum tannanna og að lokum eyða beininu í höfuðkúpunni þar sem tennurnar sitja. Þar sem mjög æðaríkt er í tannholdinu eiga bakteríurnar mjög greiðann aðgang að æðakerfi líkamans og þaðan að innri líffærum dýrsins. Það hefur verið sannað með rannsóknum að illa hirtar tennur geta valdið sýkingum í hjarta, lifur, nýrum, vöðvum og öðrum líffærakerfum. Það er því til mikils að vinna að passa tennur dýranna.
Tannhirða dýra skiptir mjög miklu máli. Tannsteinninn einn og sér er ekki málið heldur allar bakteríurnar sem sitja í honum, í tannholdinu, undir og í pokunum niður með tönnunum. Þessar bakteríur mynda eiturefni sem síðan drepa frumur tannholdsins, eyða festingum tannanna og að lokum eyða beininu í höfuðkúpunni þar sem tennurnar sitja. Þar sem mjög æðaríkt er í tannholdinu eiga bakteríurnar mjög greiðann aðgang að æðakerfi líkamans og þaðan að innri líffærum dýrsins. Það hefur verið sannað með rannsóknum að illa hirtar tennur geta valdið sýkingum í hjarta, lifur, nýrum, vöðvum og öðrum líffærakerfum. Það er því til mikils að vinna að passa tennur dýranna.