Heilsa dýra er okkar hjartans mál
Hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti vinnur öflugur og samstillur hópur af dýralæknum sem fást við allt frá heilsufarsskoðunum til skurðlækninga. Dýralæknamiðstöðin hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun hennar árið 2007.
|
Við tökum á móti öllum gæludýrumÖll gæludýr, stór og smá, eru velkomin til okkar á Dýralæknamiðstöðina.
Ert þú að koma með dýr til okkar í innlögn? Þú getur sparað þér tíma með því að fylla út innlagnarblað heima. |
Áhersla á vellíðan dýranna
Við leggjum mikla áherslu á að dýrinu þínu líði vel hjá okkur. Við geymum ljúffengt nammi í öllum herbergjum og allt starfsfólk er hefur fengið fræðslu um merkjamál dýra og góð samskipti.
|
Aðstoðarfólkið okkar
Við státum okkur af frábærum hópi aðstoðarfólks sem tryggir jákvæða upplifun fyrir dýrið þitt. Þau sinna ýmsum verkefnum eins og móttöku dýra, klóaklippingum, símsvörun og öðrum mikilvægum verkefnum. Dýrahjúkrunarfræðgar og dýrahjúkrunarfræðinemar sinna dýrum í vöknun og aðstoða dýralækna.
|
Við erum á samfélagsmiðlum
Ef um alvarleg neyðartilfelli er að ræða, utan opnunartíma, er hægt að ná í dýralækni á bakvakt. Bakvaktin er einungis hugsuð fyrir alvarlega veik eða slösuð dýr. Útkallið kostar frá 35.000 kr., sem bætist við almennt aðgerðargjald. Eftir opnun er 60% álag á aðgerðargjaldi og eftir miðnætti er 90% álag á aðgerðargjaldi. Símanúmer hjá dýralækni á bakvakt er 530-4888.