Velkomin á heimasíðu Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti


Frá og með 7. janúar 2012 verður opið frá 10:00 - 12:00 á laugardögum, aðrir opnunartímar breytast ekki.

Tímapantanir eru í síma 544-4544.

Nýtt:

Fitubollugrein á www.hundur.is
endilega kíkja og fræðast :)

Kostnaður við tannhirðu, af hverju er stundum svona dýrt að tannhreinsa?

 Best er að byrja á að útskýra þá nýjung hjá okkur að rukka fyrir tímann sem það tekur að tannhreinsa, tíminn er tekinn við vinnuna.  Við ákváðum þetta eftir að hafa hugsað vel og vandlega um það að sumar tannhreinsanir taka stuttann tíma og eru auðveldar því tennurnar eru vel hirtar af eiganda, og svo eru aðrar sem taka langann tíma því tennurnar eru mjög slæmar vegna mikills tannsteins og tannholdssýkingar.  Einnig spilar inní að stærri hundar hafa stórar tennur, tekur lengri tíma að þrífa þær og þeir þurfa meiri lyf. 

Okkur fannst því að þeir eigendur sem hugsa um tennurnar á dýrunum sínum heima og eru vel vakandi fyrir tannheilsu dýrsins ættu að fá smá “verðlaun” fyrir, þ.e. ætti að vera gulrót fyrir alla í raun að hugsa vel um tennur dýranna.

Tannhirða dýranna skiptir nefnilega mjög miklu máli.  Tannsteinninn einn og sér er ekki málið heldur allar bakteríurnar sem sitja í honum, í tannholdinu undir og í pokunum niður með tönnunum.  Þessar bakteríur mynda eiturefni sem síðan drepa frumur tannholdsins, eyða festingum tannanna og að lokum eyða beininu í höfuðkúpunni þar sem tennurnar sitja í.  Þar sem líka er mjög æðaríkt í tannholdinu eiga bakteríurnar mjög greiðann aðgang að æðakerfi líkamans og þaðan að innri líffærum dýrsins.  Það hefur verið sannað með rannsóknum að illa hirtar tennur geta valdið sýkingum í hjarta, lifur, nýrum, vöðvum og öðrum líffæra kerfum.  Þannig að til mikils er að vinna að passa tennur dýranna.

 

Hvernig er tannhreinsað?

 Við tannhreinsunina er byrjað að skoða allar tennurnar og gerð er skýrsla um ástand þeirra, brot og skemmdir, dýpt tannholdspokanna í kringum allar tennurnar, skekkjur í biti.  Síðan er tannsteinn brotinn af þar sem hægt er, en síðan er farið yfir alla fleti tannanna með svo kölluðum scaler, hérna er notaður piezoelectric scaler sem eru þeir bestu sem völ er á.  Þegar þetta er búið er skipt um scaler enda og þar sem þörf er á er farið niður í pokana sem eru dýpri en 3 mm (sem er eðlileg dýpt) því þar situr oft mikill tannsteinn sem ekki sést í fljótu bragði.  Eftir þetta er pússað yfir alla fleti með sérstöku tannpússikremi og pússara. 


                          
   -------------------------------

Hjá okkur eru starfandi 4 dýralæknar, tvær aðstoðarkonur og 
1 hundasnyrtir.

Hér eru framkvæmdar allar helstu aðgerðir á heimilisdýrum ásamt almennum heilsufarsskoðunum, bólusetningum og ormahreinsunum.


Dýralæknamiðstöðin er búin góðum tækjum sem nýtast vel til rannsóknar á sjúkdómum og slysum, eins og til dæmis röntgen tæki með stafrænni úrvinnslu, sónartæki, blóðfrumutalningar- og blóðgreiningartækjum svo eitthvað sé nefnt.


Í valmyndinni hér til vinstri má finna nánari upplýsingar um starfsfólk Dýralæknamiðstöðvarinnar ásamt myndum frá stofunni, fréttum og fróðleik.

Til að stuðla að aukinni þjónustu við dýraeigendur mun Dýralæknamiðstöðin hafa í hverjum mánuði ákveðinn áhersluþátt á heilbrigði dýra. 

Við hvetjum ykkur eindregið til að hafa samband í síma 544-4544 ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið panta tíma.


Við hugsum vel um dýrið þitt!


royal_canin.gif

 

Jónsgeisli 95. Grafarholti

Afgreiðslutímar:

Opið virka daga
kl. 8:00 - 17:00

Ath laugardagsopnun frá 1. janúar 2012

kl. 10:00 - 12:00

Símatímar alla virka daga
08:30 - 09:00

Tölvupóstur
dyrin@dyrin.is


Bókaðir tímar, nema neyðartilfelli

Tímapantanir í síma
544-4544

Upplýsingar um neyðarvakt utan opnunartíma
er í síma 544-4544

Ath! Notið neyðarsímann bara í ítrustu neyð
svo ekki sé tekinn tími frá alvarlegum 
neyðartilfellum!
Vert er að láta vita að álag er á vaktinni.

Athugið að við erum  í vaktasamstarfi
við Dýraspítalann í Garðabæ.