Aðgerðin felst í því að skurður er gerður á kvið dýrsins (stærð skurðs fer eftir stærð tegundarinnar og legsins), sem og leg hennar og hvolparnir/kettlingarnir eru fjarlægðir úr leginu út um þann skurð. Allir saumar eru að innanverðu til að koma í veg fyrir að hvolparnir/kettlingarnir séu ekki hjakkast á þeim og tryggja því hreinleika.
Fyrsta daginn eftir aðgerðina þarf að fylgjast vel með að tíkin/læðan kólni ekki og passa að hún sé að nærast. Einnig þarf að fylgjast vel með henni og hvolpunum/kettlingunum þar sem mörgum tíkum þykir óttalega skrítið að vera allt í einu komin með nokkra hvolpa á spena og bregðast þær misvel við því, sérstaklega á meðan svæfingin er að líða af þeim.
Eftir aðgerðina fékk tíkin/læðan ógleðisstillandi lyf til þess að hjálpa henni að líða betur og auka matarlyst. Hún er meðhöndluð með verkjalyfjum fyrstu dagana eftir aðgerðina og sýklalyfjum ef dýralæknirinn telur þörf á því. Fylgjast þarf með spenunum til að sjá hvort að það sé að koma nóg mjólk og að það komi ekki stálmi í spenana, en þeir eiga að vera mjúkir. Eðlilegt er að það komi útferð frá tíkinni/læðunni sem er rauð/brún fyrstu viku.
Vigta þarf hvolpana/kettlingana daglega (tvisvar á dag) og er eðlilegt að hvolpur/kettlingurinn þyngist um 10-15% af fæðingarþyngd sinni á hverjum degi. Eðlilegt er að þeir léttist aðeins fyrsta sólarhringinn enn þeir mega ekki missa meira en 10% af fæðingarþyngd sinni. Þeir ættu að tvöfalda fæðingarþyngd sína fyrsti 7-10 dagana. Til að byrja með ættu drekkur hvolpurinn á um 2 klst fresti, en síðar á þriggja til fjögurra tíma fresti og hægt og sígandi sjaldnar sem þeir eldast.
Ef ske kynni að það sé hvolpur/kettlingurinn sem er latur á spena, eða tíkin/læðan vilji ekki sinna honum, þá þarf að gefa honum broddmjólk á tveggja tíma fresti til að tryggja að hann nærist og þyngist eðlilega. Fylgist einnig með að hvolpurinn/kettlingurinn sé að skila hægðum og þvagi.
Það þarf að passa að tíkin leggist ekki óvart ofan á hvolp/a, enn slíkt getur komið fyrir.
Það getur tekið tíkina/læðuna tvo til þrjá daga að jafna sig á aðgerðinni og ætti hún að vera orðin brött eftir viku. Passa þarf að fylgjast með skurðsárinu daglega. Gott er að leyfa sárinu að anda almennilega svo ekki myndist raki milli júgranna og hafa auga með ef óeðlileg blæðing er til staðar, vond lykt af sárinu eða ef tíkin/læðan slöpp og lystarlaus.
Ef einkenni sem þessi koma upp er mikilvægt að hafa samband við dýralækni.
Við óskum henni og eigendum góðs bata og til lukku með nýju fjölskyldumeðlimina <3
Með bestu kveðjum,
Starfsfólk Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti
Fyrsta daginn eftir aðgerðina þarf að fylgjast vel með að tíkin/læðan kólni ekki og passa að hún sé að nærast. Einnig þarf að fylgjast vel með henni og hvolpunum/kettlingunum þar sem mörgum tíkum þykir óttalega skrítið að vera allt í einu komin með nokkra hvolpa á spena og bregðast þær misvel við því, sérstaklega á meðan svæfingin er að líða af þeim.
Eftir aðgerðina fékk tíkin/læðan ógleðisstillandi lyf til þess að hjálpa henni að líða betur og auka matarlyst. Hún er meðhöndluð með verkjalyfjum fyrstu dagana eftir aðgerðina og sýklalyfjum ef dýralæknirinn telur þörf á því. Fylgjast þarf með spenunum til að sjá hvort að það sé að koma nóg mjólk og að það komi ekki stálmi í spenana, en þeir eiga að vera mjúkir. Eðlilegt er að það komi útferð frá tíkinni/læðunni sem er rauð/brún fyrstu viku.
Vigta þarf hvolpana/kettlingana daglega (tvisvar á dag) og er eðlilegt að hvolpur/kettlingurinn þyngist um 10-15% af fæðingarþyngd sinni á hverjum degi. Eðlilegt er að þeir léttist aðeins fyrsta sólarhringinn enn þeir mega ekki missa meira en 10% af fæðingarþyngd sinni. Þeir ættu að tvöfalda fæðingarþyngd sína fyrsti 7-10 dagana. Til að byrja með ættu drekkur hvolpurinn á um 2 klst fresti, en síðar á þriggja til fjögurra tíma fresti og hægt og sígandi sjaldnar sem þeir eldast.
Ef ske kynni að það sé hvolpur/kettlingurinn sem er latur á spena, eða tíkin/læðan vilji ekki sinna honum, þá þarf að gefa honum broddmjólk á tveggja tíma fresti til að tryggja að hann nærist og þyngist eðlilega. Fylgist einnig með að hvolpurinn/kettlingurinn sé að skila hægðum og þvagi.
Það þarf að passa að tíkin leggist ekki óvart ofan á hvolp/a, enn slíkt getur komið fyrir.
Það getur tekið tíkina/læðuna tvo til þrjá daga að jafna sig á aðgerðinni og ætti hún að vera orðin brött eftir viku. Passa þarf að fylgjast með skurðsárinu daglega. Gott er að leyfa sárinu að anda almennilega svo ekki myndist raki milli júgranna og hafa auga með ef óeðlileg blæðing er til staðar, vond lykt af sárinu eða ef tíkin/læðan slöpp og lystarlaus.
Ef einkenni sem þessi koma upp er mikilvægt að hafa samband við dýralækni.
Við óskum henni og eigendum góðs bata og til lukku með nýju fjölskyldumeðlimina <3
Með bestu kveðjum,
Starfsfólk Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti