Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar kemur að innlögn dýra
Innlögn dýra er hugsuð þannig að dýr sem þurfa aðgerðir, stórar sem smáar, eða fara í einhverskonar rannsóknir, fái bestu mögulegu meðhöndlun og eins mikinn tíma og hægt er að bjóða þeim.
Þegar dýr koma í aðgerðir sem þarfnast svæfinga er reglan sú að komið er með dýrið í innlögn við opnun Dýralæknamiðstöðvarinnar og dýrið skilið eftir hjá okkur. Við opnum kl. 7:50 alla virka daga og tökum við skráðum innlagnarsjúklingum til kl. 8:30 (og í einstaka tilfellum seinna).
Hundar og kettir sem þarfnast svæfingar þurfa að fasta frá miðnætti (mega drekka vatn) kvöldinu áður.
Nagdýr og kanínur mega EKKI fasta og þurfa helst að koma með mat/hey í innlögn.
Sami tími gildir um önnur dýr í innlögn sem ekki þarfnast svæfingar á meðan innlögn stendur. Hafa skal í huga að svæfingar geta verið áhættusamar og því er algengt að settur sé upp æðaleggur hjá dýrunum og þau þá oftast rökuð á framfæti/fótum til að hægt sé að sótthreinsa svæðið.
Dýr eru ekki send heim frá okkur fyrr en þau eru vöknuð og komin til meðvitundar. Sótt er þegar hringt er í þau nema annað sé rætt um í samráði við dýralækni.
Hér að neðan má finna eyðublað sem þarf að fylla út fyrir innlögn. Einnig er hægt að fá blaðið til útfyllingar hjá okkur við mætingu.
Hjúkrunarfræðingar og aðstoðarfólk sjá um að passa upp á dýrið þitt yfir daginn eins og m.a.
- Að dýri þínu líði vel!
- Gefa þeim að borða og eða drekka
- Sjá um að dýrið fái að gera þarfir sínar
- Mikið knús!!
Hundar og kettir sem þarfnast svæfingar þurfa að fasta frá miðnætti (mega drekka vatn) kvöldinu áður.
Nagdýr og kanínur mega EKKI fasta og þurfa helst að koma með mat/hey í innlögn.
Sami tími gildir um önnur dýr í innlögn sem ekki þarfnast svæfingar á meðan innlögn stendur. Hafa skal í huga að svæfingar geta verið áhættusamar og því er algengt að settur sé upp æðaleggur hjá dýrunum og þau þá oftast rökuð á framfæti/fótum til að hægt sé að sótthreinsa svæðið.
Dýr eru ekki send heim frá okkur fyrr en þau eru vöknuð og komin til meðvitundar. Sótt er þegar hringt er í þau nema annað sé rætt um í samráði við dýralækni.
Hér að neðan má finna eyðublað sem þarf að fylla út fyrir innlögn. Einnig er hægt að fá blaðið til útfyllingar hjá okkur við mætingu.
Hjúkrunarfræðingar og aðstoðarfólk sjá um að passa upp á dýrið þitt yfir daginn eins og m.a.
- Að dýri þínu líði vel!
- Gefa þeim að borða og eða drekka
- Sjá um að dýrið fái að gera þarfir sínar
- Mikið knús!!