Það sem er gott að hafa tilbúið fyrir got:
12-36 tímum fyrir got:
Fæðingin sjálf:
Hvenær þarf ég að hafa samband við dýralækni?
Í kjölfar gots:
Eftir lokun hjá dýralækni er hægt að hafa samband við neyðarnúmer dýralækna 530-4888.
Mælum svo alltaf með að lesa sér vel til, horfa á youtube video og tala við sinn dýralækni til þess að undirbúa sig sem best. Í flestum tilvikum gengur þeim vel að gjóta án aðstoðar, en það er nauðsynlegt að fylgjast vel með og vera við öllu búinn ef eitthvað skyldi koma upp á.
Gangi ykkur vel <3
- Nefsugur til þess að hreinsa öndunarveg (nef og kok) í hvolpunum þegar þeir koma út. Hægt er að kaupa nefsugur eins og notað er fyrir ungabörn
- Klemmur/snæri til að binda fyrir naflastrenginn ef þarf.
- Hvolpakassi.
- Gott að hafa hita í kassanum með t.d hitapokum, hitamottum (ATH passa hitann því þau eiga það til að ofhitna), hitaljósi, o.s.frv. Hitastig í kringum hvolpa á að vera í kringum 29-30°C, mikilvægt að fylgjast með að hitastigið sé ekki of hátt né of lágt.
- Hvolpakassinn þarf að vera nægilega stór svo að tíkin geti hreyft sig auðveldlega í honum og komið sér vel fyrir.
- Mikilvægt er að hafa mjúkt undirlag í hvolpakassanum.
- Nóg af hreinum handklæðum til þess að þurrka og örva hvolpana þegar þeir koma út.
- Gott að eiga til hvolpamjólk með brodd ef eitthvað fer úrskeiðis með mjólkun fyrstu klukkutímana.
- Hitamælir (endaþarms-hitamæli) til þess að fylgjast með hitastigi tíkarinnar í 1-2 daga. Gott er að hitamæla tíkina reglulega á meðgöngu til þess að gera sér grein fyrir hvert er hennar eðlilega hitastig (37,5-39,2°C).
- Litla vigt til þess að vigta hvolpana eftir fæðingu.
- Vaseline og einnota hanska.
12-36 tímum fyrir got:
- Tíkurnar fara að leita sér að öruggum stað þar sem þær geta hreiðrað um sig fyrir fæðingu. Gott er að nota þennan stað til að koma fyrir hvolpakassanum.
- Ef tíkin kýs að vera í friði þá er mikilvægt að gefa henni rými til þess.
- Mikilvægt er að það sé mikil ró í kringum tíkina í kringum got. Reyna að takmarka gestagang og börn á meðan því stendur. Að hafa ókunnuga í kringum þær á þessum tíma getur verið mjög stressandi.
- Tíkurnar byrja að vera eirðalausar/órólegar og mása meira - þetta er fyrsta stig fæðingar.
- Sumar tíkur verða lystarlausar síðasta sólahring fyrir got, en þetta á samt ekki við um allar tíkur.
- Sirka 12-24 klst fyrir fæðingu lækkar hitastig tíkarinnar um 1°c eða meir, þess vegna er mikilvægt að fylgjast reglulega með hitastiginu hennar. Það hækkar svo hægt og sígandi aftur sem nær dregur goti.
- Stundum kemur smá rauð-brún útferð frá skeiðinni/vulvunni.
Fæðingin sjálf:
- Fæðing hjá tíkum getur tekið mislangan tíma eins og hjá okkur mannfólkinu. Sumar tegundir eiga erfiðara með fæðingu t.d. Pug, Franskir og Enskir bolabítar, Boston terriers og Pekingese.
- Þegar tíkin er með sterkar hríðar, vill maður helst að hún skili frá sér hvolp innan 30 mínútna.
- Það geta liðið 5 mín - 1,5 tímar á milli hvolpa (stundum getur það tekið lengri tíma).
- Tíkin mun byrja að rembast. Oft byrjar tíkin að fá samdrætti, þá lítur stundum út eins og hún sé að rembast en herpingurinn er ekki jafn sterkur. Svo hægt og rólega fara hríðarnar að verða sterkari og tíkin byrjar að rembast.
- Hvolparnir koma yfirleitt út með höfuðið á undan, en einnig geta þeir komið með afturfæturnar fyrst.
- Hver og einn hvolpur er inní fæðingarsekk sem er partur af fylgjunni, þessi poki rifnar yfirleitt í fæðingu og á að koma út með hverjum hvolpi. Tíkurnar borða yfirleitt fylgjurnar af hvolpunum svo mikilvægt er að fylgjast með að þær komi allar út. Ef að tíkin á marga hvolpa getur verið gott að takmarka magnið sem hún borðar af fylgjum því þær geta fengið í magann. Ef að fylgjurnar skila sér ekki út þá þarf að hafa samband við dýralækni.
- Tíkin mun þvo og örva hvolpana, sem getur litið út fyrir að vera harkalegt fyrir suma en þetta er þeirra eðli og ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Passa þarf að tíkinn nagi ekki naflastrengin of stuttan vegna þess að það getur komið blæðing.
- Ef að fæðingarpokinn hefur ekki rofnað þegar hvolpurinn er kominn út þá þarf að opna hann eins fljótt og hægt er.
- Ef tíkin sýnir hvolpunum ekki áhuga eftir fæðingu þá er mikilvægt að þurrka hvolpana með t.d mjúkum þvottapoka, soga út úr nefinu og kokinu vökva sem gæti hamlað að hvolpurinn andi auðveldlega, nudda þá vel þangað til þeir fara að væla. Hægt er að rífa naflastrenginn frá fylgjunni sirkað 5 cm frá nafla með hreinum tuskum.
- Mikilvægt er að fylgjast með að hvolparnir séu með bleika tungu og nái að anda vel. Ef ekki þá þarf að soga úr þeim vökvann sem gæti verið í nefi eða í kokinu.
- Ef tíkin fer beint að fæða næsta hvolp þá er mikilvægt að koma þeim sem hafa nú þegar fæðst á hlýjan stað og passa að líkamshitinn þeirra falli ekki. Best er að hjálpa þeim að komast beint á spena. Stundum þarf að opna á þeim munninn og leiðbeina þeim að spenanum.
- Ef að hvolpur er fastur í fæðingarveg þá er best að hafa samband við dýralæknir.
- Gott er að gefa tíkinni orkuríkan mat að borða á milli hvolpa, leyfa henni að labba um ef hún vill og fara með hana út að pissa.
Hvenær þarf ég að hafa samband við dýralækni?
- Ef tíkin er búin að vera að rembast í meira en 30 mín án þess að það komi hvolpur.
- Ef það líður meir en 2 tímar á milli hvolpa.
- Ef það er að koma þykk grænleit útferð úr tíkinni. Ath að það er eðlilegt að það komi smá grænleitur litur með hverjum hvolpi.
- Mikil blæðing eftir fæðingu. Eðlilegt er að það komi smá blóð, en ef blæðingin er mikil skal hafa strax samband við dýralækni.
- Ef tíkin er orðin mjög þreytt/örmagna og nær ekki lengur að rembast.
- Hvolpur fastur í fæðingarveg.
- Mikill skjálfti í tíkinni, öndunarerfiðleikar og slappleiki.
- Ef tíkin er að fæða andvana hvolpa.
Í kjölfar gots:
- Mikilvægt að gefa tíkinni vel að borða, leyfa henni að hvíla sig vel með hvolpunum sínum og mynda tengsl við þá.
- Gott er að eiga til þurrmjólk ef vandræði koma upp með mjólkun.
- Fylgjast vel með júgurbólgum.
- Vigta hvolpa 2-4 sinnum á dag til þess að fylgjast með þyngdinni þeirra. Eðlilegt er að hvolpar léttist fyrstu 24 tíma eftir fæðingu.
Eftir lokun hjá dýralækni er hægt að hafa samband við neyðarnúmer dýralækna 530-4888.
Mælum svo alltaf með að lesa sér vel til, horfa á youtube video og tala við sinn dýralækni til þess að undirbúa sig sem best. Í flestum tilvikum gengur þeim vel að gjóta án aðstoðar, en það er nauðsynlegt að fylgjast vel með og vera við öllu búinn ef eitthvað skyldi koma upp á.
Gangi ykkur vel <3