Daginn fyrir aðgerð er mikilvægt að hundurinn sé fastandi frá miðnæti. Hann má drekka vatn en ekki borða. Ef hundurinn er á lyfjum er mikilvægt að hann taki þau, nema dýralæknar hafi tekið annað fram. Við komu, fyllir eigandi út innlagnirblað þar sem við fáum helstu upplýsingar um hundinn.
Aðgerðin felst í því að eistað sem var upp í kvið/nára var fjarlægt í gegnum skurð á kvið/nára og hitt tekið venjulega í gegnum skurð á typpi. Saumarnir eru faldir í húðinni og eyðast sjálfir.
Fyrsta daginn eftir aðgerðina er mikilvægt að halda hita á líkamanum vegna þess að svæfingalyfin valda því að hitastýring líkamans fer úr skorðum. Það er eðlilegt að rakinn sé sljór fyrsta sólarhringin eftir svæfinguna. Mikilvægt að halda ró fyrstu dagana og leyfa honum að hvíla sig eins og hann þarf undir eftirliti. Fylgist með því að hann borði og drekki. Flestir rakkar eru búnir að ná sér að fullu eftir þrjá til fjóra daga.
Hundurinn þarf að vera með skerm í 5-7 daga, dag og nótt. Það er mjög mikilvægt að hann sleiki ekki sárið því það getur valdið sýkingu. Gott er að kíkja daglega á skurðsárið og hafa auga með ef óeðlileg blæðing er til staðar, vond lykt eða ef hann sýnir slappleika eða lystarleysi. Ef einkenni sem þessi koma upp er mikilvægt að hafa samband við dýralækni!
Eftir aðgerðina er rakinn meðhöndlaður með verkjalyfjum næstu daga. Leiðbeiningar um skammtastærð fylgja lyfjunum sjálfum. Mikilvægt er að gefa verkjalyfin. Þau eru bólgueyðandi og flýta fyrir gróanda.
Fyrstu dagana er gott að fara aðeins í stutta göngutúra í taum og eftir 7-10 daga má fara að lengja göngutúrana smám saman.
Mikilvægt er að fylgjast með þyngd hundsins eftir aðgerð þar sem grunnbrennslan minnkar eftir geldingu, sem þýðir að þeir eru líklegri til að lenda í yfirþyngd.
Ef eitthvað kemur upp á eftir aðgerðina eða þið hafið einhverjar spurningar er sjálfsagt að hafa samband við okkur í síma 544-4544. Utan opnunartíma eru dýralæknar með bakvakt í S: 530-4888. Athugið að dýraspítalar skiptast á að vera með bakvaktina.
Gangi ykkur vel og góðan bata <3
Aðgerðin felst í því að eistað sem var upp í kvið/nára var fjarlægt í gegnum skurð á kvið/nára og hitt tekið venjulega í gegnum skurð á typpi. Saumarnir eru faldir í húðinni og eyðast sjálfir.
Fyrsta daginn eftir aðgerðina er mikilvægt að halda hita á líkamanum vegna þess að svæfingalyfin valda því að hitastýring líkamans fer úr skorðum. Það er eðlilegt að rakinn sé sljór fyrsta sólarhringin eftir svæfinguna. Mikilvægt að halda ró fyrstu dagana og leyfa honum að hvíla sig eins og hann þarf undir eftirliti. Fylgist með því að hann borði og drekki. Flestir rakkar eru búnir að ná sér að fullu eftir þrjá til fjóra daga.
Hundurinn þarf að vera með skerm í 5-7 daga, dag og nótt. Það er mjög mikilvægt að hann sleiki ekki sárið því það getur valdið sýkingu. Gott er að kíkja daglega á skurðsárið og hafa auga með ef óeðlileg blæðing er til staðar, vond lykt eða ef hann sýnir slappleika eða lystarleysi. Ef einkenni sem þessi koma upp er mikilvægt að hafa samband við dýralækni!
Eftir aðgerðina er rakinn meðhöndlaður með verkjalyfjum næstu daga. Leiðbeiningar um skammtastærð fylgja lyfjunum sjálfum. Mikilvægt er að gefa verkjalyfin. Þau eru bólgueyðandi og flýta fyrir gróanda.
Fyrstu dagana er gott að fara aðeins í stutta göngutúra í taum og eftir 7-10 daga má fara að lengja göngutúrana smám saman.
Mikilvægt er að fylgjast með þyngd hundsins eftir aðgerð þar sem grunnbrennslan minnkar eftir geldingu, sem þýðir að þeir eru líklegri til að lenda í yfirþyngd.
Ef eitthvað kemur upp á eftir aðgerðina eða þið hafið einhverjar spurningar er sjálfsagt að hafa samband við okkur í síma 544-4544. Utan opnunartíma eru dýralæknar með bakvakt í S: 530-4888. Athugið að dýraspítalar skiptast á að vera með bakvaktina.
Gangi ykkur vel og góðan bata <3