Ýmsar ástæður geta verið fyrir að hundar fái illt í magann. Hundurinn getur t.d. hafa smitast af einhverju í umhverfinu eða hann gæti verið viðkvæmur fyrir einhverju sem hann hefur borðað.
Hafðu strax samband við dýralækni ef eitt eða fleiri eftirtalinna atriða eiga við:
Ef ekkert ofantalinna atriða eiga við er gott að fara eftir þessu:
Ef hundurinn ælir reglulega eða er með niðurgang skal byrja á að gefa hundinum fljótandi fæði. Hundar missa hratt vökva í líkamanum við magapestir svo mikilvægt er að gefa þeim vökva. Það er gott að gefa hundinum prokolin/prolac, sem inniheldur góðgerla fyrir meltingu hundsins. Það stoppar oft magapestir strax. Þegar hundurinn er kominn yfir það versta skal gefa venjulegt sjúkrafóður (þetta getur líka verið fyrsta skref ef hundurinn er ekki mjög slæmur í maganum). Það er mikilvægt að gefa lítið í einu, oft yfir daginn. Það er hægt að kaupa tilbúið sjúkrafóður hjá dýralækni eða búa það til sjálfur. Það sem er gott að gefa er t.d. soðinn kjúklingur, soðin hrísgrjón (hvít eða gróf), kotasæla, ORA-fiskibollur í dós, pasta og ab-mjólk.
Til viðmiðunar um skammtastærð myndi miðlungsstór hundur fá eina fulla matskeið af mat á tveggja til þriggja tíma fresti. Þetta skaltu gefa þar til hundurinn er orðinn góður í maganum. Hafið hundinn á sjúkrafóðri þar til niðurgangurinn og uppköst eru alveg hætt og svo má byrja að blanda gamla mat hundsins smám saman við fóðrið og stækka hvern skammt og fækka þeim. Ef hundurinn er á þurrfóðri er gott að hella sjóðandi vatni yfir matinn til að bleyta hann upp og gera hann auðmeltanlegri. Takið nokkra daga í að minnka sjúkrafóðrið og auka við gamla fóðrið. Ef hundurinn fær harðlífi gætir þú verið að gefa of mikið af hrísgrjónum. Fylgist vel með hægðum og hitastigi hundsins. Ef hundurinn skánar ekki í maganum þrátt fyrir 1-2 daga á sjúkrafóðri skal hafa samband við dýralækni. Í stuttu máli:
Hafðu strax samband við dýralækni ef eitt eða fleiri eftirtalinna atriða eiga við:
- Ef blóð er í hægðum eða ælu hundsins. Þegar það er blóð í ælu er hún oft dökkbrún, svo hún þarf ekki að vera rauð þótt það sé blóð í henni.
- Ef hundurinn drekkur ekkert vatn.
- Ef hundurinn er slappur eða ólíkur sér.
- Ef hundurinn er með hita (hiti yfir 39,2°C)
- Ef hundurinn hefur ekki drukkið eða borðað í heilan dag.
Ef ekkert ofantalinna atriða eiga við er gott að fara eftir þessu:
Ef hundurinn ælir reglulega eða er með niðurgang skal byrja á að gefa hundinum fljótandi fæði. Hundar missa hratt vökva í líkamanum við magapestir svo mikilvægt er að gefa þeim vökva. Það er gott að gefa hundinum prokolin/prolac, sem inniheldur góðgerla fyrir meltingu hundsins. Það stoppar oft magapestir strax. Þegar hundurinn er kominn yfir það versta skal gefa venjulegt sjúkrafóður (þetta getur líka verið fyrsta skref ef hundurinn er ekki mjög slæmur í maganum). Það er mikilvægt að gefa lítið í einu, oft yfir daginn. Það er hægt að kaupa tilbúið sjúkrafóður hjá dýralækni eða búa það til sjálfur. Það sem er gott að gefa er t.d. soðinn kjúklingur, soðin hrísgrjón (hvít eða gróf), kotasæla, ORA-fiskibollur í dós, pasta og ab-mjólk.
Til viðmiðunar um skammtastærð myndi miðlungsstór hundur fá eina fulla matskeið af mat á tveggja til þriggja tíma fresti. Þetta skaltu gefa þar til hundurinn er orðinn góður í maganum. Hafið hundinn á sjúkrafóðri þar til niðurgangurinn og uppköst eru alveg hætt og svo má byrja að blanda gamla mat hundsins smám saman við fóðrið og stækka hvern skammt og fækka þeim. Ef hundurinn er á þurrfóðri er gott að hella sjóðandi vatni yfir matinn til að bleyta hann upp og gera hann auðmeltanlegri. Takið nokkra daga í að minnka sjúkrafóðrið og auka við gamla fóðrið. Ef hundurinn fær harðlífi gætir þú verið að gefa of mikið af hrísgrjónum. Fylgist vel með hægðum og hitastigi hundsins. Ef hundurinn skánar ekki í maganum þrátt fyrir 1-2 daga á sjúkrafóðri skal hafa samband við dýralækni. Í stuttu máli:
- Mælið hitastig hundins. Ef með hita, blóð er í hægðum eða hundurinn er slappur, hafið samband við dýralækni.
- Ef mjög slæmur í maganum, gefa fljótandi fæði.
- Gefa sjúkrafóður í litlum skömmtum, oft yfir daginn.
- Byrja smám saman að blanda gamla fóðri hundsins við sjúkrafóðrið.
- Fylgjast með hægðum hundsins og hitastigi hans, hafið samband við dýralækni ef hann versnar.