Það er líklega aldrei of oft brýnt fyrir fólki hvað hitinn í bílum getur farið hátt upp þegar við drepum á honum og skiljum hann eftir. Hitinn sem hefur verið hjá okkur þessa daga getur auðveldlega orðið bannvænn fyrir dýr (og börn) sem skilin eru eftir í bílnum á meðan "rétt er skroppið" inn í verslun eða annað.
Pössum uppá vini okkar og ef von er á að þörf sé á að stoppa einhversstaðar skal passa uppá að leggja í skugga eða einfaldlega skilja vinina eftir heima á meðan.
2 Comments
Sigfríð Maggý Breiðfjörð
12/8/2014 09:53:33 am
Þegar við tökum hundinn með í bílinn í búð í svona hita er lagt í skugga ef hægt er haft rifur a öllum gluggum og alltaf vatnsflaska . Hann fær vatn áður en við förum og um leið og við komum tilbaka aldrei meira en hálftími.
Reply
12/8/2014 03:07:47 pm
Það er flott. Skugginn er nauðsynlegur þegar svona heitt er í veðri og varla að loftið hreyfist. Ef bíllinn er ekki í skugga gera rifur á gluggum lítið gagn, því miður.
Reply
Leave a Reply. |
DýralæknamiðstöðinOpnunartímar: Archives
December 2015
Categories |